fimmtudagur, febrúar 5
elskurnar mínar....Um leið og ég þakka fyrir framúrskarandi móttökur langar mig að impra á því að ég er bara venjuleg manneskja. Ég skil vel að þið viljið öll fá eiginhandaráritanir, fá að snerta mig, heilsa mér á göngunum og þar fram eftir götunum. Ég opnaði þetta blogg í raun svo að þið gætuð hætt að hringja í mig dag og nótt til þess eins að anda í símann. Ef ykkur finnst tilveran tómleg, komiði í heimsókn á síðuna mína: godsaga.blogspot.com.
En svo að ég fari út í aðra mikilvægari sálma.....
Ef þið eigið góðar sögur sem þið viljið deila með heiminum, endilega sendið mér þær í síma: waynesworld@cutey.com
Takk kærlega fyrir mig.
ykkar einlæg,
Aldís pæja.
Aldís skrifaði sögu klukkan 09:16
Comments:
Skrifa ummæli