miðvikudagur, mars 17
Gúdd sjitt veður i dag!Eins og margir vita erum við félagarnir ekki eins og fólk er flest og notum mikið skemmtilegri og dýpri orðaforða en sumir. Margir hafa reynt að skilgreina sum þessara orða á hinum og þessu bloggsíðum en ég ætla mér ekki að kafa dýpra í það. Allavega....til að gera langa sögu stutta.....
Ég, Erla perla og Vala pala (hver er það?) skemmtum okkur konunglega um daginn þegar við vorum að pæla í digg-heiminum og hvernig hann gengur fyrir sig. Vegna óvenjugóðs veðurs í dag langar mig að segja ykkur í sem fæstum orðum hvernig diggelsi er í raun og veru:
Segjum að stelpa (X) og strákur (X) séu að "digga" þá eru þau að "deita". Þau eru nokkurnvegin komin á næsta level, eða m.ö.o. X var að veiða um helgina en er núna að draga í land. Þau eru að pæla hvar þau standa, eða hvort þau standa eða sitja. X var einskismannskleina, er núna er hún aðalkleinan í bakaríinu (ðe mein klein in ðe beikörí!).
Sagan:
Ég var á Austurvelli í dag að sníkja mér far heim hjá gæðablóðinu Jóni Bjarna sem sagði: "Bíddu ókei, hvað eru þá margir í bílnum? einn, tveir, þrír, fjórir....hvar er Þórir?"
Góð saga!
Aldís skrifaði sögu klukkan 20:42
Comments:
Skrifa ummæli