<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d6430580\x26blogName\x3dg%C3%B3%C3%B0saga\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://godsaga.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://godsaga.blogspot.com/\x26vt\x3d34853674200258615', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

miðvikudagur, apríl 28

Einkahúmor

Dagurinn í dag hafði merkilega merkingu fyrir mig. Ég var á algjörum bömmer, (þrátt fyrir yndislegt veður og ókeypis pepsí) vegna allra verkefnanna sem ég hef látið sitja á hakanum og þarf að ljúka 1, 2 og núna. Allavega...Þorsteinn Kári kjútípæ gerði sér lítið fyrir og bjargaði deginum. Hér kemur sagan af því:

Ég var að ganga að utan inn í norðurkjallara í þeim tilgangi að leita mér að einhverjum sem gæti plöggað mér lokinni vinnubók í sögu. (Ef þú lumar á einni: 690 9810) Eins og þruma úr heiðskýru lofti vatt Steini sér að mér og tilkynnti mér það að hann hafði lengi langað til að bera upp eina spurningu og var æsispenntur yfir því að hafa loksins náð mér einni.

Spurningin var hvort ég hefði lesið Storm eftir Einar Kárason, sem ég svaraði neitandi. Steini fór yfirum af spenningi og sagði mér að ekki væri nóg með það að aðal-persónan lýsti því trekk í trekk hvað allt væri kósý, heldur héti bróðir hennar Símon Pétur.

Þetta bjargaði svo sannarlega deginum. Takk fyrir mig Þorsteinn Kári :)


Aula-saga:

Alveg er það merkilegt hvað 19 ára ungmenni eiga auðvelt með að ganga aftur í barndóm.

Ég fór með félögum mínum í stórmerkilega landafræðiferð í dag og hafði hina bestu skemmtun að. Ferðinni var heitið í skoðunarferð um Þingholtin og Vesturbæinn (í rútu hele tiden). Við stoppuðum örstutt til þess að skoða blokkir sem voru byggðar utan um garð, þar sem var einmitt þessi svakalega lokkandi róló-völlur. Okkur var ekki til setunnar boðið og settumst að sjálfsögðu beint á vegasöltin. Þegar hópurinn fór að týnast út í rútu, vildum við auðvitað ekki vera eftir, þótt gaman væri hjá okkur, svo við eltum.

En...áður en við fórum inn í rútuna þurfti ég að leika hetju og hlaupa upp í róló-kastalann. Mér fannst ég vera enginn smá töffari þarna hátt uppi í turninum og ákvað að fara niður rennibrautina með stæl, heldur en að taka stigann niður. Ég greip í stöngina sem var fyrir ofan rennibrautina og togaði full hressilega í hana (miðað við það að ég væri ekki lengur á stærð við sex ára barn) og skellti hausnum í járnstöngina í leiðinni.

Þetta ævintýri gaf mér góða kúlu á hvirfilinn sem ég get ekki hætt að pota í. Það er alltaf jafn vont!

Einnig er gaman að segja frá því að ég eyddi rúmum klukkutíma með Haraldi, Védísi og Fanneyju í leikfangabúð eftir þetta í dag, þar sem við lékum okkur og lékum. Kósý!

Aldís skrifaði sögu klukkan 19:00

mánudagur, apríl 26

Fyrstu kynni:

Þegar Vera var lítil var hún óþolandi. Í raun var hún svo yfirþyrmandi ónotaleg að dag einn sendi pabbi hennar hana útí Lukkustjörnu með peninga og sagði henni að gjöra svo vel að fá sér karamellur.

Vera hélt af stað með nesti og nýja skó, en leið hennar lá framhjá Holtaborg, þar sem ég átti einmitt mitt annað heimili þá dagana.

Vera Knútsdóttir gekk í sínu mesta sakleysi þegar allt í einu var kallað á hana, eins og frá himnum ofan: "Hei, þú!". Vera leit við og sá mig, hinumegin við Holtaborgar-grindverkið, og valhoppaði til mín. Ég spurði hana hvert leið hennar lægi og hún svaraði mér því að hún væri að fara að kaupa sér karamellur. "Má ég sjá peningana þína?", sagði ég þá. Hún sýndi mér um hæl fimmkallana sína tvo og mér var að auðvitað ekki til setunnar boðið og skipaði um leið: "farðu og kauptu tvær karamellur, komdu svo til baka og gefðu mér aðra." Að sjálfsögðu gerði Vera eins og henni var boðið og sneri úr Lukkustjörnunni með tvær gúmmilaði-karamellur og rétti mér aðra. Þá þakkaði ég pent fyrir mig og fór mína leið.

Góð saga!


Ástarjátningin:

Pétur var að spjalla við systur sína Guðrúnu við matarborðið um daginn þegar hún spurði hann: "Hei...þú veist, vinkona þín....þessi rauðhærða með freknurnar....heiti hún ekki Erla?" Pétur sagði henni þá að það væri tóm tjara, hún héti Vera. "Æ já, ég rugla þeim alltaf saman" sagði Guðrún. "En ég rugla aldrei Aldísi saman. Hún er einkavinkona mín!"

Mjög góð, hjartnæm saga!

Aldís skrifaði sögu klukkan 15:51

þriðjudagur, apríl 20

A rum dum áframhaldandimánudagur

Ólrætí, ég hef hvorki meira né minna en tvær góðar sögur sem munu eflaust kæta hjarta Júlíu litlu Hermannsdóttur.

Mér þykir gaman að segja frá því að í dag er mánudagur hjá mér, en þriðjudagur hjá ykkur.

Ég "braut odd af stælum mínum" (?) í gærkvöldi, eftir ágætis kaffihúsaferð og tók mig til, einu sinni sem oftar, í andlitinu. Ég las loksins enskubókina! Húrra! Það mundi ekki kallast saga til næsta bæjar...frá mínum bæjardyrum séð, en þó er eftirmálinn saga sem gæti verið e-ð varið í.

Ég semsagt las bókina Once in a house of fire og bætti við afrekið einum fyrirlestri um téða bók. Þegar öllu þessu var lokið, ákvað ég, þótt ég hefði burning desire til, að kúra mig ekki í niður bælið þegar klukkan sló hálf sex. (Ég kúrði mig upp í bælið. (?)) Nei, ég fór á fætur og tók saman öll fötin mín sem lágu á víð og dreif um herbergið. Æði!

Ekki var nóg með það. Þegar söguhetjan mætti rauðeygð, skjálfandi en stolt af eigin dugnaði, í ensku í fyrsta tíma í morgun var henni sagt að hún ætti að flytja bókarfyrirlesturinn á morgun. Svei Mcsveiattan!

Góð saga!

Betri saga:Þegar Pétur Gvendólína Knútsson var lítill, föndraði hann sér forláta OFUR-gleraugu. Gleraugun voru útbúin öllum þeim helstu græjum sem alvöru OFUR-gleraugu ættu að hafa(þ.á.m. skikkju) En þó var einn galli á gjöf Njarðar. Pétur sá ekkert þegar hann setti á sig OFUR-gleraugun. Pabbi hans Péturs leiddi hann í skólann, en samt sem áður, gekk Pétur á staur.

Góð saga!

Viskubrunnurinn: Ekki halda að Vala kunni að ljúga.

Aldís skrifaði sögu klukkan 17:58

mánudagur, apríl 12

Pétur dreymdi draum.........

Í draumnum var hann sjálfur, ég, Júlía og Erla í heimsókn hjá Jóhanni. Við vorum orðin voða þreytt og langaði að fara að tygja okkur, en vandamálið var að Jóhann örvhenti bjó í Ástralíu. Við höfðum ekki efni á að kaupa okkur flug heim og vissum ekki okkar rjúkandi ráð þegar ég stakk uppá því að keyra heim til Íslands. Þá sagði Pétur: "Ha, er það hægt?" þá sagði ég: "Já maður, ég hef oft gert það, maður keyrir bara framhjá brugsunum landi og þá er maður kominn." Svo keyrðum við heim til Íslands.

Góður draumur!

..."stjúpömmu" Ástu Bjarkar finnst þessi sillí pipar vera svo góður!

Aldís skrifaði sögu klukkan 19:05

þriðjudagur, apríl 6

Crasy in the coconut

Ég þakka vinum mínum fyrir frábæran dag um daginn. Frá þeim degi á ég ófáar góðar minningar og góðar sögur. Hér eru tvær:

numero uno:
Við vorum að keyra og Vera sagði við Erlu: "Viltu koma í sund á eftir?" Þá sagði Erla: "Nei, ég held ég fari í bað." Þá sagði Vera: "Viltu ekki fara í fjölbað?"

hahaha

numero dos:
Við vorum að keyra heim með pizzu og Björg og Vera sátu aftast í jeppanum hans Péturs, sem var líka þarna og Júlía, ég, Jóhann og Simbi, öll í heví góðum gír, eins og okkur einum er lagið. Vera hélt á pepsi max, (ég get ekki skrifað ég þarf að sleppa hlátrinum...) sem ER gott!

Alltí einu keyrðu nokkrir gæjar framhjá og horfðu inn í bilen okkar og þá skellti Vera flöskunni í gluggann og gerði hræðilegan svip. Það var mjög fyndið, sérstaklega ef þið voruð viðstödd. Gæjarnir voru ekki alveg með á hreinu hvort þeir ættu að hlægja eða hneykslast, svo Veronikka endurtók leikinn. Drengirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð, en gerðu þó hið eina rétta og skelltu batteríi í gluggann.

Kósý!

Nú er komið að því félagar.

Hér og nú mun ég kunngera úrslitin úr hinni æsispennandi málsháttakeppni sem hefur hrist upp í landanum undanfarna viku.

Áður en ég geri það, langar mig að fara með þá málshætti sem mér þóttu líklegastir til þess að bera sigur úr bítum:

1: Oft missi málglaður maður málið

2: Oft eru vinir vinir vina sinna

2 1/2: Margir fara yfir strikið....í Köben

4: Never trouble trouble till trouble troubles you

Fyrir þá sem halda ekki vatni af spenningi geta kíkt á númerin sem eru fyrir framan hvern málshátt og séð í hvaða sæti hann lenti.

Nú koma úrslitin

dadaradara....

Í fyrsta sæti er elsku hjartans góðvinur minn Pétur Guðmundur Kasper Eggertsson.

-Húrra fyrir honum! Pétur fær að launum gullna stund með gullnu mér á gullnu kaffibrennslunni og gullið kaffi í mínu gylliboði. Málshátturinn hans Péturs er frumsaminn og fær hann prik í gullkladdann hjá mér fyrir það gullna framtak, og gullmedalíu, ef ég finn hana!

Í 2.-2 1/2. sæti er Rakel Tanja Sólveig Guðmunda Bjarnadóttir.

-Tanja hefur áhuga á naglakki, glanslímiðum og bíttar hverju sem er á móti útlendum tyggjóbréfum.

Í 3. sæti er Valgerður Gvendólína Sverrisdóttir

-Vala er útlendingur og sagði sinn málshátt á ensku. Það fór í taugarnar á Pétri.

Takk pent fyrir mig og fyrir sendingar á góðum málsháttum. Ef þú lumar á málshætti, ekki hika við að láta hann berast til minna eyrna. Málshættir gleðja mitt sálartetur!

Aldís skrifaði sögu klukkan 12:06

fimmtudagur, apríl 1

1. apríl

Oh yeah! Góður dagur í dag. Það tókst (næstum því) engum að plata mig í dag. Storí of ðe dei fjallar engu að síður um einu mannvitsbrekkuna í Hamrahlíðinni sem gerði það, eins og hendi væri veifað og kunni ekki að skammast sín fyrir uppátækið:

Ég mætti, södd* og sæl inná kló, en þar var einnig mættur einn miði sem á stóð: "bilað!". "Oh man, no way!" hugsaði ég þá með sjálfri mér og kíkti inn á næsta bás. Þar var annar miði sem einnig stóð á "bilað!". "No way" hugsaði ég aftur. Alltí einu rann upp fyrir mér ljós. Eini lygadagur ársins er í dag og mig grunaði sterklega að einhver hefði skipulagt þessa ósvífnu, persónulegu árás í minn garð. Auðvitað varð ég sár og fannst ég hafa verið notuð. Þó gat ég, með tár á hvarmi, huggað mig við orð eins skáldsins: "hehe, þú platar mig ekki svo glatt, aumingi".

Góð saga!

Varst þú plötuð/plataður í dag? Tell mí ól abát it.

* Talandi um fyrrnefnt saddelsi...

Mig langar að nota tækifærið og koma á framfæri kærlegum þökkum, ást og virðingu til samnemenda minna, sem hafa með hlýhug, sól í hjarta og söng á vörum, bjargað lífi mínu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í þessari viku. Ég hef (aldrei þessu vant?) mætt vannærð og aðframkomin af þreytu í skólann alla vikuna og tilbúin að drepa mann og annan fyrir mat í magann. Þegar ég geng inn í úr grámyglunni, er fleygt í mig gúmmilaði morgenmad, hægri, vinstri, og litríkir kumpánar mínir bjóða mér kaffi og bóbó og hafa þar með aukið á lífshamingju mína, sem hefur aukist til muna dag frá degi þessa vikuna.

Takk fyrir mig.

Að lokum, áður en ég minnist á hina frábæru málshátta-keppni sem er í fullum gangi hér fyrir neðan, langar mig að þakka framúrskarandi móttökur á hinni frábæru málshátta-keppni sem er í fullum gangi hér fyrir neðan og í leiðinni minna á hina frábæru málshátta-keppni sem er í fullum gangi hér fyrir neðan.

Aldís skrifaði sögu klukkan 13:40