fimmtudagur, apríl 1
1. aprílOh yeah! Góður dagur í dag. Það tókst (næstum því) engum að plata mig í dag. Storí of ðe dei fjallar engu að síður um einu mannvitsbrekkuna í Hamrahlíðinni sem gerði það, eins og hendi væri veifað og kunni ekki að skammast sín fyrir uppátækið:
Ég mætti, södd* og sæl inná kló, en þar var einnig mættur einn miði sem á stóð: "bilað!". "Oh man, no way!" hugsaði ég þá með sjálfri mér og kíkti inn á næsta bás. Þar var annar miði sem einnig stóð á "bilað!". "No way" hugsaði ég aftur. Alltí einu rann upp fyrir mér ljós. Eini lygadagur ársins er í dag og mig grunaði sterklega að einhver hefði skipulagt þessa ósvífnu, persónulegu árás í minn garð. Auðvitað varð ég sár og fannst ég hafa verið notuð. Þó gat ég, með tár á hvarmi, huggað mig við orð eins skáldsins: "hehe, þú platar mig ekki svo glatt, aumingi".
Góð saga!
Varst þú plötuð/plataður í dag? Tell mí ól abát it.
* Talandi um fyrrnefnt saddelsi...
Mig langar að nota tækifærið og koma á framfæri kærlegum þökkum, ást og virðingu til samnemenda minna, sem hafa með hlýhug, sól í hjarta og söng á vörum, bjargað lífi mínu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í þessari viku. Ég hef (aldrei þessu vant?) mætt vannærð og aðframkomin af þreytu í skólann alla vikuna og tilbúin að drepa mann og annan fyrir mat í magann. Þegar ég geng inn í úr grámyglunni, er fleygt í mig gúmmilaði morgenmad, hægri, vinstri, og litríkir kumpánar mínir bjóða mér kaffi og bóbó og hafa þar með aukið á lífshamingju mína, sem hefur aukist til muna dag frá degi þessa vikuna.
Takk fyrir mig.
Að lokum, áður en ég minnist á hina frábæru málshátta-keppni sem er í fullum gangi hér fyrir neðan, langar mig að þakka framúrskarandi móttökur á hinni frábæru málshátta-keppni sem er í fullum gangi hér fyrir neðan og í leiðinni minna á hina frábæru málshátta-keppni sem er í fullum gangi hér fyrir neðan.
Aldís skrifaði sögu klukkan 13:40
Comments:
Skrifa ummæli