<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/6430580?origin\x3dhttp://godsaga.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

þriðjudagur, apríl 6

Crasy in the coconut

Ég þakka vinum mínum fyrir frábæran dag um daginn. Frá þeim degi á ég ófáar góðar minningar og góðar sögur. Hér eru tvær:

numero uno:
Við vorum að keyra og Vera sagði við Erlu: "Viltu koma í sund á eftir?" Þá sagði Erla: "Nei, ég held ég fari í bað." Þá sagði Vera: "Viltu ekki fara í fjölbað?"

hahaha

numero dos:
Við vorum að keyra heim með pizzu og Björg og Vera sátu aftast í jeppanum hans Péturs, sem var líka þarna og Júlía, ég, Jóhann og Simbi, öll í heví góðum gír, eins og okkur einum er lagið. Vera hélt á pepsi max, (ég get ekki skrifað ég þarf að sleppa hlátrinum...) sem ER gott!

Alltí einu keyrðu nokkrir gæjar framhjá og horfðu inn í bilen okkar og þá skellti Vera flöskunni í gluggann og gerði hræðilegan svip. Það var mjög fyndið, sérstaklega ef þið voruð viðstödd. Gæjarnir voru ekki alveg með á hreinu hvort þeir ættu að hlægja eða hneykslast, svo Veronikka endurtók leikinn. Drengirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð, en gerðu þó hið eina rétta og skelltu batteríi í gluggann.

Kósý!

Nú er komið að því félagar.

Hér og nú mun ég kunngera úrslitin úr hinni æsispennandi málsháttakeppni sem hefur hrist upp í landanum undanfarna viku.

Áður en ég geri það, langar mig að fara með þá málshætti sem mér þóttu líklegastir til þess að bera sigur úr bítum:

1: Oft missi málglaður maður málið

2: Oft eru vinir vinir vina sinna

2 1/2: Margir fara yfir strikið....í Köben

4: Never trouble trouble till trouble troubles you

Fyrir þá sem halda ekki vatni af spenningi geta kíkt á númerin sem eru fyrir framan hvern málshátt og séð í hvaða sæti hann lenti.

Nú koma úrslitin

dadaradara....

Í fyrsta sæti er elsku hjartans góðvinur minn Pétur Guðmundur Kasper Eggertsson.

-Húrra fyrir honum! Pétur fær að launum gullna stund með gullnu mér á gullnu kaffibrennslunni og gullið kaffi í mínu gylliboði. Málshátturinn hans Péturs er frumsaminn og fær hann prik í gullkladdann hjá mér fyrir það gullna framtak, og gullmedalíu, ef ég finn hana!

Í 2.-2 1/2. sæti er Rakel Tanja Sólveig Guðmunda Bjarnadóttir.

-Tanja hefur áhuga á naglakki, glanslímiðum og bíttar hverju sem er á móti útlendum tyggjóbréfum.

Í 3. sæti er Valgerður Gvendólína Sverrisdóttir

-Vala er útlendingur og sagði sinn málshátt á ensku. Það fór í taugarnar á Pétri.

Takk pent fyrir mig og fyrir sendingar á góðum málsháttum. Ef þú lumar á málshætti, ekki hika við að láta hann berast til minna eyrna. Málshættir gleðja mitt sálartetur!

Aldís skrifaði sögu klukkan 12:06

Comments: Skrifa ummæli