miðvikudagur, apríl 28
EinkahúmorDagurinn í dag hafði merkilega merkingu fyrir mig. Ég var á algjörum bömmer, (þrátt fyrir yndislegt veður og ókeypis pepsí) vegna allra verkefnanna sem ég hef látið sitja á hakanum og þarf að ljúka 1, 2 og núna. Allavega...Þorsteinn Kári kjútípæ gerði sér lítið fyrir og bjargaði deginum. Hér kemur sagan af því:
Ég var að ganga að utan inn í norðurkjallara í þeim tilgangi að leita mér að einhverjum sem gæti plöggað mér lokinni vinnubók í sögu. (Ef þú lumar á einni: 690 9810) Eins og þruma úr heiðskýru lofti vatt Steini sér að mér og tilkynnti mér það að hann hafði lengi langað til að bera upp eina spurningu og var æsispenntur yfir því að hafa loksins náð mér einni.
Spurningin var hvort ég hefði lesið Storm eftir Einar Kárason, sem ég svaraði neitandi. Steini fór yfirum af spenningi og sagði mér að ekki væri nóg með það að aðal-persónan lýsti því trekk í trekk hvað allt væri kósý, heldur héti bróðir hennar Símon Pétur.
Þetta bjargaði svo sannarlega deginum. Takk fyrir mig Þorsteinn Kári :)
Aula-saga:
Alveg er það merkilegt hvað 19 ára ungmenni eiga auðvelt með að ganga aftur í barndóm.
Ég fór með félögum mínum í stórmerkilega landafræðiferð í dag og hafði hina bestu skemmtun að. Ferðinni var heitið í skoðunarferð um Þingholtin og Vesturbæinn (í rútu hele tiden). Við stoppuðum örstutt til þess að skoða blokkir sem voru byggðar utan um garð, þar sem var einmitt þessi svakalega lokkandi róló-völlur. Okkur var ekki til setunnar boðið og settumst að sjálfsögðu beint á vegasöltin. Þegar hópurinn fór að týnast út í rútu, vildum við auðvitað ekki vera eftir, þótt gaman væri hjá okkur, svo við eltum.
En...áður en við fórum inn í rútuna þurfti ég að leika hetju og hlaupa upp í róló-kastalann. Mér fannst ég vera enginn smá töffari þarna hátt uppi í turninum og ákvað að fara niður rennibrautina með stæl, heldur en að taka stigann niður. Ég greip í stöngina sem var fyrir ofan rennibrautina og togaði full hressilega í hana (miðað við það að ég væri ekki lengur á stærð við sex ára barn) og skellti hausnum í járnstöngina í leiðinni.
Þetta ævintýri gaf mér góða kúlu á hvirfilinn sem ég get ekki hætt að pota í. Það er alltaf jafn vont!
Einnig er gaman að segja frá því að ég eyddi rúmum klukkutíma með Haraldi, Védísi og Fanneyju í leikfangabúð eftir þetta í dag, þar sem við lékum okkur og lékum. Kósý!
Aldís skrifaði sögu klukkan 19:00
Comments:
Skrifa ummæli