föstudagur, maí 7
Alltaf læri ég eitthvað nýtt!Stundum heyri ég eða les eitthvað, td. texa með lagi eða fyrirsögn á kakóbrúsa, en hugsa ekkert frekar útí það hvað það er sem ég heyri. Tökum Swiss Miss sem dæmi: Ég fór til Erly McPerly um daginn og var að vinna með henni að þessu bráðskemmtilega vettvangsverkefni og við fengum okkur Swiss Miss í hita leiksins. Allt í einu fór ég að hugsa, afhverju heitir Swiss Miss Swiss Miss?
Ég hugsaði þetta greinilega upphátt, því Erla sagði mér það að þetta væri jú frá Swiss og það væri mynd af konu utaná pakkanum, svo vissulega væri rétt að kalla kakóið Swiss Miss, eða Svissnesku ungfrúna.
Jahá, af þessu dæmi má klárlega sjá mikilvægi þess að hugsa upphátt!
-Talandi um dæmi....ég hef yfirleitt ekki hreykt mér af stærðfræðkunnáttu minni, en mér tókst þó að setja gatnakerfi Þingholtanna upp í stærðfræðidæmi. Leiki aðrir þann leik eftir! (Monti McMont)
Blóðhár
Gærdagurinn var sérstakur í mínum huga. Ég lærði svo margt nýtt, þá er ég ekki að tala um það sem ég nam af skólabókunum, heldur er ég að tala um hina ýmsu hluti sem ég komst að um félaga mína.
Meðal annars komst ég að því að Pétur er ekki eins og fólk er flest. Þegar maður talar um uppruna orðatiltækja og minnist á ,,að slá 7 flugur í einu höggi" heyrir Pétur: ,,sundkappi drap sjö menn í einu".
Einnig komst ég að því, að þó lengi hefur verið talað um að Finnur, sem fílar fönkmúsík eigi sér tvífara hér á fróni, er sá hinn sami á engan hátt líkur honum. Skoðun Finns á málinu er sú, að tvífarinn og hann séu aðeins líkir í augum þeirra sem þykja Finnur vera fýldur og ljótur og hann er ekki sáttur með það get ég sagt ykkur!
Annars er það af gærdagnum fleira að segja að Erla hefur aldeilis fjörugt ímyndunarafl. Henni varð það á að velta því upphátt fyrir sjálfri sér hvernig það væri, að ef maður klippti á sér hárið, kæmi blóð út um endana á hárinu. Þessi athugasemd olli mér ólgu í maga!
Í tilefni af þessari jólasjarmerandi pælingu, tileinka ég eftirfarandi réttsnúandi gæsakommur henni Erlu minni: ,,
Góð saga!
ég spilaði á pennan minn í gær. Hvert er þitt uppáhalds heima-hljóðfæri?
Aldís skrifaði sögu klukkan 14:23