<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/6430580?origin\x3dhttp://godsaga.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

laugardagur, maí 1

gúbbedígúbbí

Dagurinn í gær var vægast sagt stórmerkilegur. Af merkisatburðum dagsins ber helst að nefna það að Erla yndislega lauk seinasta skóladegi sínum í MH að eilífu (skulum við vona!).

Um kvöldið fórum við Erla yndislega og Tanja...Tanja á brennsluna. Við Tanja fengum okkur gúmmilaði kvöldmat og kaffi á eftir. Erla fékk sér íste. En það sem raunverulega skipti máli var að ég gerði þessa stórmerkilegu tilraun, fyrir tilviljun.

Þegar við vorum við það að ljúka stórfenglega kvöldmatnum okkar, bar það einhverra hluta vegna á góma að ég þoli ekki bernaisesósu. Svo skemmtilega vildi til að Tanja var með bernaisesósu á disknum sínum og hvatti mig til að stinga puttanum í hana og smjatta á henni, því hún væri ljúffeng.

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að ég er hetja, en einmitt þess vegna smakkaði ég sósuna. Oj. Hún var alveg jafn vond og mig minnti. Í fullkomnu óðagoti stakk ég puttanum í tómatsósu og setti hann uppí mig til að eyða bragðinu. Vá! þetta minnti mig á e-ð...jú, lakkrís. Þetta þótti mér merkilegt. Sérstaklega þar sem ég hef ekki bragðað lakkrís í einhver 5 ár.

Ég skipaði stelpunum að leika þennan leik eftir mér og báðar sögðu þær það sama: "jú, þetta er eins og lakkrís!"

Þar hafiði það góðu félagar. bernaisesósa + tómatsósa = lakkrís.

Góð saga!

Aldís skrifaði sögu klukkan 14:26

Comments: Skrifa ummæli