þriðjudagur, maí 18
Jahá.Ekki get ég sagt að góðar sögur spretti upp eins og gorkúlur í prófstressinu.
Ég var að lesa fyrir seinasta prófið mitt um daginn. Sólin skein og kallaði á mig: ,,AAAlldís...komdu út að leeeeeiiiika..." og ég hugsaði með mér ,,damn it, nei! ég þarf að læra - oh, boring" Ég þvingaði sjálfa mig til þess að slíta augun frá glugganum og láta þau færa sig (geta augu farið skref fyrir skref?) yfir á bókina. Ég las: ,,Rannsóknir á skynjun tóku miklum framförum á 19. öld (Boring, 1942)"
Góð saga!
(Nei, Pétur...bíddu, bíddu...þetta var fyndið því ég hugsaði boring....svo las ég boring...)
Að lokum, til þess að senda söguna pottþétt yfir til næsta bæjar, má til gamans geta að sama dag uppgötvaði ég mikilvægi þess að læra heima til þess að vera viss um að lesa ekki yfir sig og lenda í því sama og ég gerði þá:
Ég var að rölta með sjálfri mér niður stigann á þjóðarbókhlöðunni þegar allt í einu heyrði ég konuna sem fer með útvarpsfréttir segja í höfðinu á mér: ,,Ung stúlka datt í stiga á bókhlöðunni í gær og dó".
Ég fór heim!
Góð saga!
Auglýsingahlé:
Aldís hin fagra mun taka þátt í hinu geysivinsæla íslandsmeistaramóti magadansara næstkomandi laugardagskvöld kl. 20:00. Aldís hefur í fórum sínum forláta miða á keppnina til sölu (1500 kr. gullmolinn), en henni þætti vænt um að sjá sem flesta á á meðal áhorfenda hvetja hana áfram og síðast en ekki síst greiða henni atkvæði til sigurs í lok kvöldsins (rétt er að taka það fram að hún stefnir á það eitt að detta ekki um leið og hún gengur inn á sviðið!). Síminn hjá Aldísi er 690 9810. Ekki vera gorkúla, hringdu núna og tryggðu þér miða á bestu skemmtun ævi þinnar.
Aldís skrifaði sögu klukkan 00:14
Comments:
Skrifa ummæli