föstudagur, júní 18
FjölbaðÞað var aldeilis stemmari í sundi um daginn!
Ég fór með Þórdísi litlu systur í laugardalslaugina þar sem við tókum nokkrar hressilegar salíbunur í rennibrautinni. Áður en varði fylltist laugin af froðu, þar sem tveir litlir prakkarar höfðu sullað heilum sjampóbrúsa í rennibrautirna. Þá hugsaði ég: ,,naunaunau, freiðifjölbað".
Góð saga!
Fyrst ég er nú einu sinni byrjuð að segja sögur af systur minni, ætti að vera í lagi að bæta einni við:
Systur mínar voru, ásamt mömmu, á Rimini ekki fyrir svo löngu. Þeim flæktist allsvakalega tunga fyrir tönn þegar þær reyndu við ítölskuna og ekki gekk þeim betur að skilja hana.
Einn góðan veðurdag (eins og flestir dagarnir þar voru eflaust), langaði dömunum í pizzu. Pizza er víst ekki alltaf kölluð ,,pizza" á Ítalíu eins og flestir búast við, sem sannaðist á því að þær stöllur fengu súkkulaðifyllta pönnuköku eftir að hafa pantað sér, eftir þeirra bestu vitund, pizzu af matseðlinum.
Góð saga!
Hefur þú lent í erfiðleikum erlendis vegna slakrar málakunnáttu? Deildu sögunni með okkur á godsaga.blogspot.com
Aldís skrifaði sögu klukkan 17:14
Comments:
Skrifa ummæli