föstudagur, mars 11
Annað ævintýriÞað var strákur í vinnunni minni í dag sem tjáði mér og Salóme að hann langaði svo mikið til að vinna í ævintýralandi til þess að geta talað í hljóðnemann og sagt krökkum að það væri stranglega bannað að klifra upp rennibrautina. Við sögðum honum að það væri því miður ekki mögulegt þar sem hann væri bara níu ára en til þess að vinna í Ævintýralandi þyrfti maður að vera átján.
Ungi maðurinn varð mjög hneykslaður þegar hann heyrði þetta og sagði: ,,Afhverju þarf maður að vera átján, það er ekki eins og það sé verið að selja hass hérna!"
Við urðum hissa og báðu hann um að útskýra mál sitt frekar. Þá sagði hann: ,,Ég meina, maður þarf að vera átján til að kaupa hass!"
Góð saga!
Aldís skrifaði sögu klukkan 01:09
Comments:
Skrifa ummæli