mánudagur, mars 7
SumarbúðirÞegar ég var í sjötta bekk fór ég í sumarbúðir. Búðirnar voru bæði fyrir stelpur og stráka.
Nú ætla ég að ,,teikna" fyrir ykkur mynd með orðum frá þessu skemmtilega tímabili:
Ég og nokkrar pæjur stöndum á bak við súlu og erum njósnarar. Við erum að fylgjast með nokkrum gæjum. Einn gæjinn þykist vera yfir aðra alla hafinn, enda stendur hann á stól og er að leggja hinum guttunum lífsreglurnar. Það eina sem við náum að hlera er:
,,Sko strákar, ég skal segja ykkur það að stelpur eru eins og naglar. Ef maður missir einn, tekur maður bara annan upp".
Þetta fannst pæjunum geðveikt fyndið!
Góð saga!
Aldís skrifaði sögu klukkan 09:04
Comments:
Skrifa ummæli