<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/6430580?origin\x3dhttp://godsaga.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

þriðjudagur, nóvember 7

Bíóstjörnur

Langt síðan síðast?

Já.

Ég fór í bíó um daginn. Ég var greinilega ekki sú eina sem fékk þá frábæru hugmynd að fara á myndina Borat, fyrir 900 kr. Það kostar 900 kr. í bíó, þessvegna eru allar myndir geðveikt góðar. Ég veit að þið, kæru lesendur, eruð sammála mér.

Enginn hefur þó fengið sömu menningarlegu upplifun og ég þennan umrædda dag í Laugarásbíói.

Best að byrja að koma ykkur í aðstæðurnar, ef þetta skyldi vera ,,þú þurftir að vera þarna"góð saga. 1,2 og byrja:
Ég sat í sætinu, ekki með popp.
Jóhann sat mér á vinstri hönd, kápan mín var mér til hægri.
12-13 ára guttar sátu fyrir aftan mig.

Ég sat, stillt og prúð, á meðan gæjarnir á bak við mig voru allir á iði og rákust ítrekað í sætið mitt. Fyrst var þetta pínu gaman. Þar sem myndin var ekki byrjuð, lokaði ég augunum og ímyndaði mér að ég sæti í rússíbana. Síðan var þetta ekki gaman lengur og í þann mund sem myndin hófst, sneri ég mér við, horfði blíðum augum á drengina og sagði eins ljúfmannlega og mér var unnt:

,,Strákar, þið rekist í sætið mitt. Viljiði passa ykkur á því. Takk".

Eftir smástund var kastað í mig einu poppi.

Góð saga!

Aldís skrifaði sögu klukkan 19:01