<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/6430580?origin\x3dhttps://godsaga.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

miðvikudagur, júní 9

Blogg er tjáning

Þið hlaðið á mig pressu ef svo má að orði komast.

Ég er í sumarfríi og eins svo oft í sumarfríum gerist svo margt að það rennur saman í óttarlegan hrærigaut og verður ó-frásagnarfært. Þar af leiðandi geng ég ekki beint um með sögurnar í skjalaskápum, en ykkur til lífsfyllingar get ég þó sagt ykkur sitthvað sem á undanfarna daga mína hefur drifið.

Ég hætti að vinna í ísbúðinni og er byrjuð að dæla pulsum í landann í laugardalnum og get því loksins bætt því við á ferilskránna.

Ég fékk víst stjarnfæðilega háa launahækkun í ísbúðinni í apríl sem ég vissi ekki af, en vinnuveitendur mínir á þeim bæ voru þó það almennilegir að leiðrétta það á seinasta launaseðli, eftir að ég sagði upp.

Ég var stöðvuð af löggunni um daginn í fyrsta skipti, en mér til undrunar var það ekki gert til þess að hrósa mér fyrir afbragðsgóða ökufærni og tillitsemi eins og ég hefði búist við, heldur til þess að sekta mig fyrir of hraðan akstur. Ég hef af því sjaldgefna tilefni startað dósasöfnun í gamla bílskúrnum hans afa og þigg með þökkum öll framlög í þann massa dósahaug, nú eða bara pening.

Ég gaf Erlu minni afmæli í afmælisgjöf seinasta laugardag, eins og margir góðir menn vita, sem heppnaðist líka svona svakalega vel, enda ekki við öðru að búast hjá öðrum eins gestgjöfum eins og mér og Erlu. Gaman er að segja frá því að mér hefur ekki enn tekist að þrífa allt messið sem góðir gestir létu eftir sig á heimili mínu, en nú hefst eftirpartí númer tvö og allir eru velkomnir í taka til leikinn, af því tilefni að ég verð ein heima þangað til á morgun.

Litla systir Erlu er skotin í mér. Hún fær hér með pláss í símaskránni minni, megi hún njóta vel og lengi.

Aldís skrifaði sögu klukkan 18:27

Comments: Skrifa ummæli