<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d6430580\x26blogName\x3dg%C3%B3%C3%B0saga\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://godsaga.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://godsaga.blogspot.com/\x26vt\x3d-9041854833780899087', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

föstudagur, mars 11

Annað ævintýri

Það var strákur í vinnunni minni í dag sem tjáði mér og Salóme að hann langaði svo mikið til að vinna í ævintýralandi til þess að geta talað í hljóðnemann og sagt krökkum að það væri stranglega bannað að klifra upp rennibrautina. Við sögðum honum að það væri því miður ekki mögulegt þar sem hann væri bara níu ára en til þess að vinna í Ævintýralandi þyrfti maður að vera átján.

Ungi maðurinn varð mjög hneykslaður þegar hann heyrði þetta og sagði: ,,Afhverju þarf maður að vera átján, það er ekki eins og það sé verið að selja hass hérna!"
Við urðum hissa og báðu hann um að útskýra mál sitt frekar. Þá sagði hann: ,,Ég meina, maður þarf að vera átján til að kaupa hass!"

Góð saga!

Aldís skrifaði sögu klukkan 01:09

fimmtudagur, mars 10

Ævintýraland

Ég hitti lítinn srák í vinnunni um daginn. Hann heitir Línus Gauti. Línus Gauti Línuskauti Línus Gauti Línuskauti...

Hver gerir svona lagað?

Aldís skrifaði sögu klukkan 01:12

mánudagur, mars 7

Sumarbúðir

Þegar ég var í sjötta bekk fór ég í sumarbúðir. Búðirnar voru bæði fyrir stelpur og stráka.
Nú ætla ég að ,,teikna" fyrir ykkur mynd með orðum frá þessu skemmtilega tímabili:

Ég og nokkrar pæjur stöndum á bak við súlu og erum njósnarar. Við erum að fylgjast með nokkrum gæjum. Einn gæjinn þykist vera yfir aðra alla hafinn, enda stendur hann á stól og er að leggja hinum guttunum lífsreglurnar. Það eina sem við náum að hlera er:

,,Sko strákar, ég skal segja ykkur það að stelpur eru eins og naglar. Ef maður missir einn, tekur maður bara annan upp".

Þetta fannst pæjunum geðveikt fyndið!

Góð saga!

Aldís skrifaði sögu klukkan 09:04